Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 10

Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 10
10 LÆKNANEMINN Fréttir úr deildinni. Ritstjórn ,,Læknanemans“ hefir snúið sér til stjórnar „Félags læknanema“ og fengið upplýsing- ar um störf félagsins á síðast- liðnu ári og nokkur hinna helztu mála sem unnið var að. Birtum vér hér hið helzta er ritari félagsins drap á. Fundir í félaginu: Fundir hafa verið með sama sniði og undanfarin ár. Voru þeir haldnir í mötuneyti Gamla-Garðs og yfirleitt mjög vel sóttir. Lækn- ar hafa verið fengnir til þess að flytja fræðsluerindi. Að erindi loknu hefir félagsmönnum gefizt kostur á að bera fram spurningar, sem vel og samvizkusamlega hefir verið svarað. Eftirtaldir læknar fluttu erindi á fundum félagsins síðastliðið ár: Friðrik Einarsson: Ræddi fram- haldsnám lækna, einkum á Norð- urlöndum. Guðmundur Eyjólfsson: Fram- haldsnám í Ameríku. Ólafur Bjarnason: Rh-faktor í blóði. Vill blaðið fyrir hönd lækna- nema, færa þessum læknum þakkir fyrir veitta fræðslu. Auk erindanna voru hin ýmsu mál félagsins rædd og lauk fund- um síðan með sameiginlegri kaffi- drykkju. Er þetta fvrirkomulag fundanna mjög vinsælt og verður vonandi framvegis. Ráðning læknanema til starfa hjá héraðslæknum. I marz s.l. ár skrifaði stjórn- in öllum héraðslæknum á landinu og bauð þeim aðstoð sína við út- vegun og ráðningu læknanema, sem aðstoðarmanna eða stað- gengla. Tóku héraðslæknar máli þessu vel, og voru ráðnir sex stúd- entar síðastliðið vor, sem aðstoð- armenn eða staðgenglar héraðs- lækna. Fleiri héraðslæknar, sem ekki þurftu þá á aðstoð að halda, þökkuðu stjórninni forgöngu í máli þessu og létu í ljós óskir sínar um það, að mega í framtíðinni snúa sér til hennar varðandi ráðn- ingu læknanema. Er þess að vænta að stjórnin verði framvegis fastur milliliður við ráðningu læknastúd- enta út á land. Fulltrúar á alþjóðlegt læknanema- mót í Englandi. Félagið sendi tvo fulltrúa á al- þjóðlegt læknanemamót, sem hald- ið var í Englandi síðastl. sumar Fulltrúar voru Þorbjörg Magnús- dóttir stud. med. og Lilja Petersen stud med.Félagið naut styrks frá Stúdentaráði í þessu skyni. Blóð g jaf as veitin. I desember s.l. var haldinn fund- ur í félagi læknanema. Á fundi þessum skýrði Dr. Snorri Hallgrímsson frá því, hverj- ir erfiðleikar væru á að fá blóð til blóðgjafa á spítölum. Blóðgjafasveit skáta, sem hing- að til hefði verið eina skipulagða blóðgjafarsveitin, væri nú að þrot- um komin, og lítil von væri til, að komið yrði upp blóðbanka á næstunni þótt um það hefði verið rætt. Dr Snorri fór því þess á leit við læknanema, að þeir stofn- uðu blóðgjafarsveit innan deildar- innar.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.