Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.04.1940, Qupperneq 17

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.04.1940, Qupperneq 17
B L Y S I Ð 15 og málma, reikna ég á kr. 13,50. 55 kg. af mannakjöti reiknað á 7 krónur hvert kg. Ég get ekki reiknað það á minna — vegna þess, að svínakjöt kostar núna kr. 6,50. Beinagrind mína reikna ég á 5 krónur alla. Það er ódýrt verð og athugandi fyrir beinaverksmiðjur. Ég á 2 alfatnaði, ca. 26 króna virði. — Eina skó á ég, reyndar er hæll- inn farinn af öðrum þeirra. Þeir eru svona 5 krónu virði. Ég á einn rykugan rykfrakka. Það vantar á hann eina tölu. Segj- um að hann sé kr. 9,75 að verð- leika. Þá á ég eina gamla kom- móðu, ómálaða, sem vantar hálfa aðra löpp á, Hún er ekki meira virði en svo sem 6 kr. Einn kollóttan stól á ég, og sem sönnun fyrir réttum verðleika hans, skal ég geta þess, að mér hafa verið boðnir 75 aurar fyrir hann í eldivið.Gamlan „bedda“, sem vekur mig alltaf á nóttunni með bölvuöu ískrinu, erfði ég eftir hann afa minn, og virði ég hann á 10 krónur. Auk þess á ég nokkur tölublöð af Tímanum frá árinu 1933, og þau eru nú ekki túskildingsvirði. Þetta eru nú eignirnar upptaldar, og læt ég yður að reikna þær saman. Gjöld mín eru engin, því að bærinn myndi borga þau, ef ein- hver væru. Tekjur engar, bær- inn sér um það. Svo er allt upp talið með „kurt og pí.“ Yerið þér svo ætíð hjartan- lega blessaðir og sælir, guði be- faldir með von um, að þetta nægi yður í bráð. Yðar eilíflega Feigur Fallandason.“ Stríðsráðstöfun. Ritstjórn „Blyssins“ gerir eft- irfarandi að tillögu sinni: Að kvenþjóðin reyni að spara sem mest varaliti, púður (ekki skotpúður), augnaplokkara og allt þess háttar. Auk þess, sem þetta mundi spara gjaldeyri að miklum mun, þá er hægt að komast hjá öllum þeim vandræðum, sem lýst er á bls. 10 í grein „Skólastelpunn- ar“, það er að segja, að meta kvenfólkið ekki sem einskonar stimpil, enda mundi stimpil- gjald það verða meira en 3á af þúsundi eða broti úr þús- undi. Ritnefnd: Jón Emils, Björn Helgason. Sigurjón Ingibergs. Leiðbeinandi: Sveinbj. Sigurjónsson, kennari. Alþýðuprentsmiðjan h/f.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.